Flokkur: Skannaðar myndir

01.01.2008 18:16

Ólafur Jónsson KE og Knarrarnes KE


Togarinn Ólafur Jónsson GK 404 á útleið frá Sandgerði og Knarrarnes KE 399 á landleð inn til Sandgerðis ef mig brestur ekki minni þá fóst Knarranesið á rækjuveiðum og 2 menn feðgar fórust

29.12.2007 00:00

Hafnfirðingur HF 111


Hvað er vitað um þetta skip er ekki rétt munað hjá mér að það hafi legið i Hafnarfjarðarhöfn og siðan verið skilað aftur til fyrri eiganda

26.12.2007 12:53

Árbakur Ea 308

Það kemur ýmislegt upp með toghlerunum myndin af þessum tveimur mönnum sem að voru að losa net sem að kom á hleranum  fv Emil Vilmundarsson og Jóhann Jóhannsson heldur i fætur Emils myndin er tekin um borð i Árbak Ea 308 sumarið 1994

25.12.2007 23:54

1615- Snæfari Hf 185

Þessi bátur Snæfari Hf 185 mun hafa verið i eigu Júliusar Stefánssonar en spurningin er sú hvað varð um bátinn og hvernig er saga hans og spurningunni er sérstaklega beint til þin EMIL Páll  myndin er tekin við ELDEY

17.12.2007 01:42

Hrimbakur Ea 306 á landleið

Hrimbakur EA 306 á siglingu með fullfermi af karfa sem að fengust á fjöllunum og þurftu skipin að sigla 1 1/2 - 2 sólahringa með aflann  norður til Akureyrar  skipstjóri var Stefán B Aspar

17.12.2007 01:01

Jóhann Gislasson Ár 42

Jóhann Gislasson Ár 42  sem að var smiðaður fyrir Gletting i þorlákshöfn 1990 i Gdansk i Póllandi þarna voum við að mæta honum á skagagrunni og skipstjórinn var Július Kristjánsson og ef ég man rétt var skipið i leigu hjá ÚA Július er núverandi skipstjóri á rækjufrystiskipinu Otto  (ex Dalborg Ea 317 )sem að er gert út á veiðar á flæmingjagrunni

16.12.2007 22:14

Stakfell Þh 360


Hérna kemur myndin af Stakfellinu Þh 360 er ekki rétt munað hjá mér að skipið hafi endað undir rússnesku flaggi eða hafa menn einhverja vitneskju um það eða hvar það er niðurkomið

15.12.2007 01:30

Svalbakur Ea 302


Svalbakur Ea 302 á togveiðum á frimerkinu á selvogsbanka  1 mai1993. Hver er saga hans

13.12.2007 23:44

Hafbjörg Ea 23 ssnr 62


Hafbjörg Ea 23 við slippkantinn seint á 9 áratug siðustu aldar hver kann sögu hennar

13.12.2007 15:14

Július Havsteen Þh 1

Július Havsteen Þh 1  á siglingu á eyjafirði  en skipið var smiðað á Akranesi  1977 hver er saga þess

12.12.2007 18:10

Partrollsveiðar

  1.  

  Sólbakur  Re 207og Árbakur Re 205 stunduðu þessar veiðar á þessu ári en hættu þvi i haust þegar aðalvél Sólbaks bilaði Bliki Ea 12 og Oddeyrin Ea 210  voru á partrolli i smugunni  1994 Þórunn Sveinsdóttir Ve 401 og Bylgja Ve 75 stunduðu partrollsveiðar hér á árurm áður  og væri gaman að vita hver afli þeirra var i tonnum talið

06.12.2007 13:28

Skódi á leið á sjó


svona er farið að þegar þarf að koma skóda um borð bara komið á fullri ferð nauðhemlað skrúfaðar niður rúðurnar plankanum stungið i gegn og svo bara öskrað hifopp og þar með er málið úr sögunni

27.11.2007 20:27

Garðar Ba


Hvað er vitað um þennan bát

26.11.2007 22:23

Vörður Þh 4


Vörður Þh 4 á togveiðum við Eldey á 9 tug siðustu aldar

20.11.2007 08:12

Betty Hu 31


hvað er vitað um þennan togara sem að lengi var gerður út frá skagaströnd

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 740
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 538
Gestir í gær: 59
Samtals flettingar: 997479
Samtals gestir: 48684
Tölur uppfærðar: 23.11.2024 10:21:20
www.mbl.is